Karfa

Togarinn Imperial Stout 10.2% 68 IBU

Sjómannadagshelgin er stór og mikilvæg helgi í Vestmannaeyjum. Strax og við byrjuðum að brugga ákváðum við að útbúa sérstakan bjór til heiðurs sjómönnunum í Eyjum. Í spjalli manna á milli var ákveðið að velja einn sjómann á ári hverju og fá viðkomandi til að brugga bjórinn með okkur og vera andlit hans. Raggi Togari var fyrsti sjómaðurinn sem varð fyrir valinu og bruggaður var Togarinn Imperial Stout. Mikið var lagt í þennan bjór og voru t.d. eikarspíralar látnir liggja í whisky í nokkrar vikur og svo látnir liggja í Togaranum. Togarinn var síðan settur í sölu í Eyjum á sjómannadaginn. Sömu helgi tókum við hann með okkur á Bjórhátíðina á Hólum þar sem við vorum þátttakendur í fyrsta skiptið ásamt öllum brugghúsunum á Íslandi. Yfir 30 bjórar voru í boði en gestir hátíðarinnar gáfu Togaranum allir háa einkunn og lenti hann þar af leiðandi í 1.sæti í keppninni um besta bjórinn.

Einkunnir og umsagnir um Togarann á Untappd má finna hér