Karfa

Syrtlingur Dunkelweizen 5.5% 12 IBU

Þegar við vorum ennþá litlir heimabruggarar og okkur gafst tækifæri á að kaupa dökkt hveitimalt fyrir jólin 2015 gátum við ekki setið á okkur og pöntuðum nokkra tugi kílóa.  Útfrá góðu bjórspjalli varð til hugmynd af bjór sem við vildum að innihéldi hveiti- og pilsnermalt og yrði með smá lakkrískeim. Þessi hugmynd varð að veruleika og útkoman er bjórinn Syrtlingur sem við nefnum eftir eyju sem varð til í Surtseyjargosinu 1963-67 en hvarf svo eftir nokkra mánuði. Lakkrísbragðinu náum við fram í dag með því að nota kerfil sem við týnum á Heimaey.

Einkunnir og umsagnir um Syrtling á Untappd má finna hér