Karfa

Sædís Saison 6% 27IBU

Sæs er mjúkur og skemmtilegur bjór með mildri beiskju og smá sætu . Sæs hentar sérstaklega vel með öllu sjávarfangi enda þýðir nafnið Sædís heilladís úr sæ.
Saison er upprunalega belgískur stíll og við framleiðslu hans er ákveðið ferli sett í gang til að lækka sýrustig bjórsins sem gefur honum þessa áberandi og góðu lykt. Það sem einkennir saison er að hann er frekar ljós og fölur á lit.
Sædís Sigurbjörnsdóttir, vinkona okkar í The Brothers Brewery, er nafn og andlit bjórsins.

Einkunnir og umsagnir um Sædísi á Untappd má finna hér