Karfa

Gölli IPA 6% 65 IBU

Einhver vinsælasti bjór The Brothers Brewery er IPA bjórinn Gölli. Hann er humlaríkur, bitur og með góðri sítrus lykt. Gölli skilur eftir sig frábært eftirbragð sem situr lengi í munni. Gölli passar mjög vel með söltum og reyktum mat og fátt er betra en að gæða sér á góðri grillsteik með einum slíkum, sem er skemmtileg tilbreyting frá víni. Gölli fær nafn sitt frá Árna Valdimarssyni sem bar viðurnefnið Gölli Valda. Margar sögur eru til af honum sem allar eru á þann veg að þó að Gölli hafi verið veikur fyrir Bakkusi hafi hann verið hið mesta gæðablóð. Um þessa goðsögn er sungið m.a. í hinu þekkta dægurlagi Minning um mann.

Einkunnir  og umsagnir um Gölla á Untappd má finna hér