Karfa

Eldfell Volcano Red Ale 6% 60 IBU

Á upphafstímum The Brothers Brewery, þegar við brugguðum heima í 30 lítra plastfötu, var Eldfell Volcano sá bjór sem við náðum hvað bestum tökum á.

Eldfell Volcano er maltmikill bjór og fallega rauður á lit. Við bruggun notum við m.a. chilimauk og söl sem við týnum við Vestmannaeyjar. Þessi óvenjulegu og gjörólíku hráefni gefa bjórnum skemmtilegt bragð og kraftmikinn karakter. Eldfellið passar mjög vel með pastaréttum með bragðmiklum tómatsósum og chili.
Bjórinn ber nafn eldfjallsins Eldfell sem myndaðist við eldgosið í Heimaey sem hófst í janúar 1973.

Einkunnir og umsagnir um Eldfell Volcano á Untappd má finna hér