Karfa

Dirty Julie New England IPA 4.7% 50 IBU

Einhver vinsælasti bjórstíll ársins 2017 er New England IPA sem er í raun svar brugghúsa á New England svæðinu í Bandaríkjunum við hinum vinsælu IPA bjórum. NEIPA, eins og Dirty Julie okkar, eru skýjaðir bjórar með góðri froðu og því oft mjög fallegir í glasi. Dirty Julie hefur áberandi keim af suðrænum ávöxtum og sætu sem gefur bjórnum aðlaðandi karakter. Dirty Julie er auðdrekkanlegur bjór þar sem hann er ekki hár í áfengisprósentu frekar en aðrir New England IPA bjórar.

Við nefndum bjórinn eftir laginu “Dirty Julie” af plötunni Bad Seeds með hljómsveitinni Hoffman frá Vestmannaeyjum og fengum að nota nafnið með góðfúslegu leyfi þeirra.  Logo-ið er frekar gróflega teiknað enda er Dirty Julie engin kórstelpa.

Einkunnir og umsagnir um Dirty Julie á Untappd má finna hér