Karfa

23.01.73 Black IPA 6.9% 78 IBU

Svartir IPA bjórar eru ekki algengir en hugmyndina að þessum bjór fengum við eftir að okkur barst tillaga að nafni á Facebook. Nafnið fannst okkur frábært en passaði ekki beint við þann ljósa bjór sem við vorum þá að leita að nafni á. Settumst við því niður og útbjuggum uppskrift af dökkum IPA og völdum í hann m.a. uppáhalds súkkulaðimaltið okkar. Dökki liturinn og dagsetningin tengjast gosdeginum 23.janúar 1973. 23.01.73 er maltmikill bjór með góðum karamellukeim. Bjórinn passar einstaklega vel með sterkum grilluðum mat og enn skemmtilegri er hann þegar bragðað er á góðum mygluosti.

Einkunnir og umsagnir um 23.01.73 á Untappd má finna hér